spot_img
HomeFréttirU-16 stúlkna með stórsigur á Noregi í fyrsta leik Norðurlandamótsins

U-16 stúlkna með stórsigur á Noregi í fyrsta leik Norðurlandamótsins

Fyrsta leik undir 16 ára liðs stúlkna í Kisakallio var að ljúka þar sem þær unnu Noreg með 37 stigum. Leikurinn byrjaði jafn en í seinni hálfleik þá settu þær íslensku í fimmta gír og röðuðu inn stigum. Noregur átti ekki roð í íslensku hápressuna, Ísland bar sigur úr býtum, 35-72.

Fyrir leik

U-16 stúlkna mættu til Kisakallio í gær og eyddu deginum í að koma sér fyrir og hvíla sig eftir ferðalagið. Í morgun þá tóku þær létta æfingu fyrir fyrsta leik, og voru þær spenntar að mæta í fyrsta leik mótsins.

Byrjunarlið

Rebekka, Sara, Adda, Hulda, Kristín

Gangur leiks

Eftir eilítið brösulega byrjun í fyrsta leikhluta þá náði íslenska liðið ágætis tökum á leiknum. Liðin voru jöfn 15-15 eftir fyrsta leikhluta. Í upphafi annars leikhluta náði Ísland góðri stigasöfnun sem gaf þeim 7 stiga forskot, en Noregur náði að minnka forskotið niður í 2 stig þegar rúm mínúta var eftir af leikhlutanum. Ísland kláraði leikhlutann sterkt og leiddi inn í hálfleik með 5 stigum, 23-28.

Atkvæðamestar í fyrri hálfleik voru Rebekka með 7 stig, 2 fráköst og 6 stolna bolta og Hulda með 8 stig, 4 fráköst og 2 stolna bolta.

Í seinni hálfleik setti íslenska liðið í næsta gír og komust á gríðarlega siglingu. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan orðin 27-43. Þær hertu tökin enn frekar og enduðu leikhlutann 29-58. Fjórði leikhluti byrjaði hægt en Ísland spilaði frábæra vörn og fékk ekki á sig stig fyrstu 5 mínútur leikhlutans. Þær héldu síðan áfram að raða inn stigum og voru komnar með 35 stiga forskot þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þær klára leikinn í sama dúr og endaði leikurinn með 37 stiga mun, 35-72.

Atkvæðamestar

Atkvæðamestar í íslenska liðinu voru þær Rebekka með 13 stig og 9 stolna bolta, Hulda með 13 stig og 5 fráköst og Tinna með 11 stig og 7 stoðsendingar.

Hvað svo?

Næsti leikur Íslands er 4. júlí kl. 13:45 gegn Svíþjóð.

Tölfræðileiks

Fréttir
- Auglýsing -