spot_img
HomeFréttirU-16 ára landslið stúlkna er loksins komið til Monaco

U-16 ára landslið stúlkna er loksins komið til Monaco

13:00

{mosimage}

U-16 ára landslið stúlkna er loksins komið til Monaco en nokkrar seinkanir urðu á vegi þess.

Í staðinn fyrir að fljúga að morgni í gær var flogið til London um miðjan dag vegna bilunar. Það þýddi að hópurinn næði ekki fluginu áfram til Nice í Frakklandi sem er í um 20 mínútna fjarlægð frá Monaco.

Ákveðið var að gista á Holiday Inn sem er rétt hjá flugvellinum í London þar sem flugið áfram til Nice var áætlað klukkan 06:50 í morgun.

Þegar liðið var komið út í vél í morgun kom í ljós bilun og þvi varð að skipta um vél. Þetta hafði í för með sér um 2 klukkustunda seinkun sem þýðir að það er búið að breyta leikjaniðurröðuninni og á íslenska liðið ekki leik fyrr en á morgun.

Það er engu að síður gott hljóð í stelpunum og þær staðráðnar í að standa sig vel á mótinu. Þegar heimasíðan heyrði í þeim síðast var hópurinn að borða á hótelinu í Monaco.

Við munum setja inn fleiri fréttir af liðinu eftir því sem líður á mótið.

www.kki.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -