Körfuknattsleikdeild Breiðabliks og Tyrone Garland hafa komist að samkomulagi að hann spili með meistaraflokki karla næsta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blikum.
Tyrone Garland er 24 ára gamall Bandaríkjamaður fæddur í Philadelphia, Pennsylvania. Hann spilaði fyrir Virginia Tech háskóla tímabilin 2010-2012 en skipti yfir í La Salle tímabilin 2012-2014. Síðasta tímabilið fyrir La Salle spilaði hann 31 leik og var með 12,6 stig ásamt 2,6 stoðsendingum á 29,5 mínútum að meðaltali.
Garland spilaði sem atvinnumaður fyrir Mississauga Power í kanadísku deildinni (NBL) tímabilið 2014-2015 þar sem hann spilaði 16 leiki og var með 12,9 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali.
Von er á honum í byrjun september til Íslands.



