spot_img
HomeFréttirTy Sabin yfirgefur Vesturbæinn

Ty Sabin yfirgefur Vesturbæinn

Fyrrum leikmaður KR Ty Sabin hefur samið við Allianz Pazienza Cestistica San Severo á Ítalíu fyrir næsta tímabil og mun því ekki leika áfram í Úrvalsdeild karla. Ty kom til KR fyrir síðasta tímabil og var stigahæsti leikmaður deildarinnar að meðaltali með 25 stig í leik, en þá skilaði hann einnig 4 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.

KR endaði í 5. sæti deildarkeppni síðasta tímabils. Eftir frækinn sigur þeirra á grönnum sínum í Val var þeim sópað út úr úrslitakeppninni af deildarmeisturum Keflavíkur.

San Severo leika í annarri deildinni á Ítalíu, Serie A2, en í henni leika 27 lið.

Fréttir
- Auglýsing -