Ísland tapaði fyrsta leik sínum gegn Grikkjum á Eurobasket 2017 í Helsinki nú fyrir skömmu, 61-90. Íslensku strákarnir náðu ekki að sýna sinn allra besta leik en góður sprettur í öðrum hluta gaf góða von um að þessi leikur gæti dottið báðu megin.
Íslenska liðið náði ekki að halda áfram þessum góða spretti í lok fyrri hálfleiks og var seinni hálfleikur algerlega eign Grikkja.
Haukur Helgi Pálsson var frábær í liði Íslands með 21 stig og 4 fráköst. Aðrir leikmenn náðu góðum sprettum en tókst ekki að setja almennilega svip sinn á leikinn.
Samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk í dag og var umræðan lífleg á Twitter í dag. Hér fyrir neðan má finna nokkur af bestu tístum eftir leikinn.
He strikes again – reiðasti maður Grindavíkur @BensoHard #korfubolti #EuroBasket2017 pic.twitter.com/ysgF6SOzvh
— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) August 31, 2017
Þakka öllum sem komu og stóðu við bakið á okkur í þessum leik! Þetta er ekki búið! Þvílíkir snillingar sem fótbolta landsliðið er! #Ísland
— Haukur Helgi Palsson (@haukurpalsson) August 31, 2017
Þið sem eruð í Helsinki, takk fyrir stuðninginn. Fá lið sem búa að þessu.
Við tökum þetta svo uppá annað level á laugardaginn.— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) August 31, 2017
Hópurinn "Blokkaðir af Kristó Acox" fer ört stækkandi, en ég sit þar sem gjaldkeri og hef gert í mörg ár. Flott að fá Grikki í hópinn!
— Gissari (@GissurAri) August 31, 2017
Þökkum fyrir að það er bara einn Antetokounmpo þarna
— Kristófer Eggertsson (@KristoEgg) August 31, 2017
You can always count on Iceland fans to show out (proximity doesn't hurt). Passionate bunch. Iceland hanging with Greece here in game two. pic.twitter.com/Z6D764IPLB
— Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) August 31, 2017
Martin ekki líkur sér, á svo fáránlega mikið inni #korfubolti #IceEM17
— Snorri Örn (@snorriorn) August 31, 2017
Skil ekki afhverju Tólfan er ekki send til Finnlands! Áfram Ísland! KomaSo! #eurobasket2017 #korfubolti #fotboltinet #dominos365
— Arnar Jonsson (@arnarjonss) August 31, 2017
Raggi Nat er mágur Egils Helgasonar. pic.twitter.com/ymDIBnBpWL
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) August 31, 2017
Nick Calathes er einn alvöru leikmaður. Heimsklassa varnarleikur þarna í boði.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 31, 2017
Er á körfuboltaleik í Finnlandi, leikurinn er sýndur beint á RÚV. Mamma hringdi í hálfleik og sagði mér að fara úr jakkanum.
— Benso (@BensoHard) August 31, 2017
Iceland_x1f44f__x1f3fb_ #EuroBasket2017
— Ludde Håkanson (@ludde12) August 31, 2017
Hefði verið gaman að sjá þig Reyna að troða þessu!!!! @HlynurB
Of miklar kröfur??— Jón Norðdal (@JnNordal) August 31, 2017
Ég hélt að við hefðum verið laus við þennan Antetokounmpo gaur! #hvaðarugl #korfubolti #Eurobasket2017
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) August 31, 2017
Hvað er allt fullt af þessum grísku fríkum?
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) August 31, 2017
Coach Craig: We need to step it up, guys!
Haukur Helgi: Hold my beer.#korfubolti #Eurobasket2017 pic.twitter.com/k3oLdWZnYV— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) August 31, 2017