spot_img
HomeFréttirTvö töp U15 ára liðsins í dag

Tvö töp U15 ára liðsins í dag

20:52

{mosimage}

Landslið drengja 15 ára og yngri tekur þátt í boðsmóti í Kaupamannahöfn þessa dagana. Liðið lék tvo leiki í dag og tapaði þeim báðum. Sá fyrri var í morgun gegn pólska liðinu WKK Wroclaw og tapaðist hann 68-52 og var Valur Orri Valsson stigahæstur með 26 stig. Seinni leikurinn var svo gegn Berliner BV og fór hann 60-48 fyrir Þjóðverjana og skoruðu þeir Oddur Birnir Pétursson og Þorsteinn Ragnarsson 9 stig hvor.

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn U15 ára liði Dana sem sigraði Berliner BV í dag  en tapaði fyrir Pólverjunum.

Nánar má lesa um leikina á heimasíðu KKÍ og úrslitin og um mótið má finna á heimasíðu þess.

[email protected]

Mynd: Bjarni Gaukur Þórmundsson

Fréttir
- Auglýsing -