spot_img
HomeFréttirTveir tapaðir leikir gegn Svíþjóð á Norðurlandamótinu í dag

Tveir tapaðir leikir gegn Svíþjóð á Norðurlandamótinu í dag

Undir 16 ára lið Íslands leika þessa dagana á Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi. Mótið hófst í gær 1. júlí og stendur til komandi sunnudags 6. júlí.

Fyrsta leik mótsins vann stúlknaliðið gegn Noregi í gær. Í dag máttu þær svo þola tap gegn Svíþjóð, þar sem íslenska liðið var síst verri aðilinn. Mikill munur var á leikstíl liðanna tveggja í dag, sænska liðið allt stærra, sterkara og leið best á hálfum velli á meðan það íslenska var minna og sneggra og vildi helst keyra hraða leiksins upp. Íslenska liðinu tókst það einnig, lengst af, en undir lokin urðu þær þó að sætta sig við 5 stiga tap, 86-81, eftir að hafa leitt lengur en Svíþjóð í leiknum.

Hérna er meira um leikinn

Sömu sögu var að segja í dag hjá liði undir 16 ára drengja, en líkt og stúlkurnar unnu þeir fyrsta leik sinn á mótinu gegn Noregi í gær. Drengirnir byrjuðu leik dagsins illa, en eftir fyrstu mínúturnar náðu þeir þó takti og var leikurinn nokkuð jafn í þrjá leikhluta, þar sem liðin skiptust í 16 skipti á forystunni. Að lokum beit þá í fótinn afleitur fjórði leikhluti, þar sem boltinn vildi helst ekki niður í körfuna og uppskar Svíþjóð því annan sigur, sem var alltof stór miðað við hvernig leikurinn hafði spilast, 97-77.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -