spot_img
HomeFréttirTvö dýrmæt stig í boði á Jakanum

Tvö dýrmæt stig í boði á Jakanum

Fjörið vantar ekki í þennan föstudag enda heil umferð í 1. deild karla og þá eignast KFÍ eða Skallagrímur tvö afar dýrmæt stig í botnbaráttu Domino´s-deildarinnar er liðin mætast á Jakanum á Ísafirði. KFÍ TV verður vitaskuld með leikinn í beinni útsendingu og tilvalið að stilla á þennan mikilvæga slag.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
 
KFÍ – Skallagrímur
 
*Borgnesingar unnu viðureign liðanna í Borgarnesi 80-77 og nokkuð ljóst að um spennuslag verður að ræða í kvöld. Með fjögurra stiga sigri eða meira í kvöld jafnar KFÍ Skallagrím að stigum og kemst þannig upp fyrir Borgnesinga og í 10. sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. En sigur hjá Skallagrím færir þá skrefi nær raunverulegri þátttöku í úrslitakeppninni svo það er að miklu að vinna fyrir bæði lið í kvöld.
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
18:30 Höttur – Fjölnir
19:15 Tindastóll – FSu
20:00 Þór Akureyri – Hamar
20:30 Augnablik – Breiðablik
20:30 Vængir Júpíters – ÍA
 
 
Mynd/ Mirko og félagar í KFÍ taka á móti Skallagrím á Jakanum í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -