spot_img
HomeFréttir"Tvö bestu lið landsins að mætast"

“Tvö bestu lið landsins að mætast”

 
Fyrsti leikur úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur er í Stykkishólmi kl. 20:00 í kvöld. Liðin enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina, þar sem að Snæfell hafði þó sigur á deildarmeistaratitlinum vegna innbyrðisviðureigna, 3-1. Í þessum þremur sigurleikjum var munur á liðunum aldrei meiri en 7 stig og því má gera ráð fyrir skemmtilegu og spennandi einvígi. Við heyrðum í formanni meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, Bryndísi Gunnlaugsdóttur og spurðum hana hvernig þetta einvígi leggðist í hana.

 

Hvernig líst þér á einvígið?
Þetta verður spennandi einvígi enda tvö bestu lið landsins að mætast. Snæfell kemur með mikla reynslu og stefnir á fjórða titilinn í röð meðan Keflavík er með margar af efnilegustu stelpum landsins sem hafa sýnt að þær eru tilbúnar í þetta verkefni. Ég myndi segja að þarna mætast reynslan vs æskan.

 

Hvað þarf Snæfell að gera til að klára þetta?
Snæfell þarf á framlagi að halda frá bekknum í þessum leikjum. Keflavík spilar á mörgum mönnum og geta spilað hraðan leik og þótt Snæfell spili einnig hratt þá gæti framlag bekkarins verið það sem skilur á milli. Einnig þyrfti Snæfell að klára þetta í sem fæstum leikjum þar leikmenn þeirra eru örlítið eldri en Keflavíkur liðsins og því gæti þreytan farið að sitja í þeim meira en í Keflavík.

 

Hvað þarf Keflavík að gera til að vinna?
Stoppa Aaryn! Halda uppi háu tempói og reyna að þreyta Snæfellsliðið.

 

Hvernig fer leikurinn í kvöld?
Snæfell vinnur með 9.

 

Hverjar verða Íslandsmeistarar?
Keflavík í oddaleik.

Fréttir
- Auglýsing -