spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTvö 1. deildar lið með sigra á úrvalsdeildarliðum

Tvö 1. deildar lið með sigra á úrvalsdeildarliðum

Liðin í efstu deilum landsins eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi átök. Nokkur fjöldi af æfingaleikjum eru í gangi og er spennandi að sjá hvernig liðin koma undan sumri.

 

Tveir æfingaleikir fóru fram í dag hið minnsta en Þór Akureyri og Höttur sóttu útisigra í dag. Í Borgarnesi voru Hattarmenn í heimsókn þar sem gestirnir leiddu allan leikinn. Höttur var tíu stigum yfir í hálfleik þar sem Charles Bird Clark var með heil 30 stig í hálfleik. 

 

Að lokum fór svo að Höttur vann Skallagrím í Borgarnesi 94-104. Charles Clark var með 43 stig fyrir Hött, aðrir stigahæstu voru: David G. Ramos með 25 stig, Andreé Michealssen með 16 stig og Pranas Skurdauskas með 15 stig. 

 

Hjá Borgnesingum var Aundre Jackson með 29 stig, Kristófer Gíslason var með 14 stig, Ivan Mikulic með 13 stig og Matej Buvac með 12 stig. 

 

Í Breiðholtinu voru Akureyringar í heimsókn en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var ekki með liði ÍR. Þórsarar voru með undirtökin í seinni hálfleik og náðu í sigur 81-86 eftir spennandi lokamínútur. 

 

Tölfræði leiksins er óljós en það vakti athygli að Kristján Pétur Andrésson fyrrum formaður kkd ÍR var sjóðheitur í liði Þórs Ak, þar sem hann leikur nú. Hann setti þrjár þriggja stiga körfur og lagði upp þá fjórðu í röð og það allt á rúmlega mínútu kafla í upphafi fjórða leikhluta. 

 

 

Ert þú með úrslit úr æfingaleik? Endilega sendu okkur línu á [email protected]

 

 

Fréttir
- Auglýsing -