Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]
Tindastóll mun í dag laugardag leika tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki.
Í tilefni af gulum september og vitundarvakningu um geðrækt mun félagið leika tvo æfingaleiki sem verða styrktarleikir fyrir Píeta samtakanna.
Báðir eru leikirnir gegn Ármann. Fyrri leikurinn er leikur karlaliða félaganna kl. 17:30. Seinni leikurinn er svo leikur kvennaliða félaganna kl. 19:15, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir tímabil sín í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót.
Aðgangseyrir er í formi frjálsra framlaga og mun renna óskertur til Píeta og verða hamborgarar til sölu á milli leikja í Síkinu.



