spot_img
HomeFréttirTvíhöfði í Staples Center: Clippers töpuðu en Lakers lögðu Boston

Tvíhöfði í Staples Center: Clippers töpuðu en Lakers lögðu Boston

Í nótt fóru fram átta leikir í NBA deildinni þar sem Kobe Bryant og félagar í LA Lakers höfðu betur gegn Boston Celtics í Staples Center. Um tvíhöfða var að ræða í Staples Center því LA Clippers tóku svo á móti Golden State Warriors og máttu þola naumt tap á heimavelli.
LA Lakers 97-94 Boston Celtics
Kobe Bryant var stigahæstur hjá LA Lakers með 26 stig og 7 stoðsendingar og Andrew Bynum bætti við 20 stigum og 14 fráköstum. Hjá Boston var Rajon Rondo með 24 stig og 10 stoðsendingar. Sigurinn hjá Lakers var sá átjándi í síðustu tuttugu heimaleikjum liðsins í Staples Center en Boston leiddu með 5 stigum þegar 2.41mín. voru eftir en Lakers lokuðu á græna gestina sem skoruðu ekki stig út leikinn.
 
LA Clippers 93-97 Golden State
Blake Griffin gerði 27 stig og tók 12 fráköst í tapliði Clippers og Chris Paul bætti við 23 stigum og 5 stoðsendingum. Hjá Warriors var Monta Ellis með 21 stig og 11 stoðsendingar.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
New York 94-106 Philadelphia
Toronto 99-105 Milwaukee
Orlando 107-94 Indiana
Cleveland 118-107 Houston
Denver 91-94 Memphis
Sacramento 99-106 Atlanta
 
  
Fréttir
- Auglýsing -