spot_img
HomeFréttirTvíhöfði í Röstinni

Tvíhöfði í Röstinni

Körfuknattleiksáhugafólk ætti ekki að verða uppiskroppa með skemmtanir þennan sunnudaginn enda írþóttahús landsins flest hver upptekin af mótum yngri flokka og þá láta meistaraflokkarnir ekki sitt eftir liggja. Tvíhöfði verður á boðstólunum í Röstinni í Grindavík, Fjölnismenn taka annan toppslag í 1. deild karla og þá eru þrír leikir í Domino´s deild kvenna og einn í Domino´s deild karla, sem sagt nóg um að vera.
 
 
Domino´s deild kvenna:
 
17:00 Grindavík – Snæfell
19:15 Keflavík – Haukar
19:15 Hamar – Njarðvík
 
Domino´s deild karla:
 
19:15 Grindavík – KFÍ
 
1. deild karla
 
19:15 Fjölnir – Þór Akureyri
 
Þá verða yngri flokkar landsins m.a. á ferðinni í Íþróttahúsi Kennaraháskólans, á Egilsstöðum, Rimaskóla, Hvammstanga, DHL-Höllinni og víðar. Sjá alla leiki dagsins hér.
 
Mynd/ [email protected] – Brown og félagar í KFÍ léku gegn KR síðasta föstudag og náðu að velgja toppliðinu vel undir uggum. Í kvöld mæta þeir Íslandsmeisturum síðustu tveggja tímabila, Grindavík.
  
Fréttir
- Auglýsing -