Dómnefnd tvífarans barst fyrir skömmu ábendingu um tvífara. Að þessu sinni var það Friðrik Stefánsson, heimakletturinn hjá Njarðvíkingum. Tvífari hans er talinn vera fyrrum markmaður Liverpoos Sander Westerveld en þar spilaði hann fyrir tæpum 10 árum síðan. Óvitað er hvort þessi Hollenski markmaður eigi nokkuð annað sameiginlegt við Frikka en að vera afreksmaður í sinni íþrótt. Minnum á að allar ábendingar um tvífara eru vel þegnar.