spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTvíburarnir semja til 2027 í Hafnarfirði ,,Undirstaðan í framtíðarliði Hauka"

Tvíburarnir semja til 2027 í Hafnarfirði ,,Undirstaðan í framtíðarliði Hauka”

Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir hafa framlengt samningum við Hauka til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Báðir eru þeir að upplagi úr Vestra, en Hilmir er 197 cm bakvörður á meðan að Hugi er 202 cm framherji/miðherji. Báðir voru þeir með Haukum á síðustu leiktíð er liðið féll úr Bónus deildinni og verða þeir því áfram með þeim í fyrstu deildinni á komandi tímabili.

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka hafði þetta að segja í tilkynningu með samningunum: “Tvíburarnir eru gríðarlega mikilvægir liðinu og eru undirstaðan í framtíðarliði Hauka. Það mun mæða mikið á þeim næsta vetur og ég býst við að þeir verði mjög öflugir í 1.deildinni og meðal bestu manna í þeirri deild.”

Fréttir
- Auglýsing -