Einhverjir höfðu efasemdir í upphafi leiktíðar um ágæti Christopher Smith en að sögn Bárðar Eyþórssonar þjálfara Fjölnis í Iceland Express deild karla kom Smith í formleysi til landsins en kappinn hefur síðan stigið upp svo um munar. Smith landaði sinni fyrstu tvennu í fyrsta deildarleiknum með Fjölni er hann gerði 10 stig og tók 10 fráköst og bjuggust margir við því að hans biði fljótlega flugmiði í búningsklefanum þar sem Stjarnan rúllaði upp Fjölni 90-67.
Hér er hægt að lesa um fyrsta deildarleikinn hjá Smith þar sem greinarhöfundur Karfan.is þótti nú ekki mikið til hans koma.
Ef tölurnar hjá Smith eru skoðaðar þá hefur kappinn landað 14 tvennum í 17 deildarleikjum með Fjölni og var hann með fimm tvennur í fyrstu sex leikjum nýliðanna á tímabilinu en það voru allt tapleikir gegn sex liðum sem nú skipa efstu sæti deildarinnar, Stjarnan, Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Snæfell og svo KR. Ekki árennilegt leikjaprógramm fyrir nýliða.
Eftir þessa sex leiki gegn stóru liðunum í deildinni komu loksins sigrar hjá Fjölni, fyrst gegn FSu og svo strax í næstu umferð gegn Hamri. Næst tóku við fjórir tapleikir í röð gegn ÍR, Breiðablik, Tindastól og svo Stjörnunni áður en Fjölnismenn gyrtu í brók og lögðu Grindavík á útivelli. Síðan þá hafa Fjölnismenn leikið á als oddi og unnið Njarðvík í Ljónagryfjunni og Snæfell í Grafarvogi og nú í gær lágu nýliðarnir naumlega gegn Íslandsmeisturum KR.
Með Smith og tvennurnar að vopni hafa ungir og efnilegir Fjölnismenn komið á óvart síðari hluta tímabils og náð í mikilvæg stig og framundan er mikil barátta við nýliðana sem vilja inn í úrslitakeppnina en 1. deildin er líka í boði ef ekki er rétt haldið á spilunum.
Hér að neðan gefur svo að líta tvennurnar hjá Smith sem undanfarið hefur verið illviðráðanlegur í teignum. Nú síðast hakkaði hann í sig hvern miðherjann á fætur öðrum í Íslandsmeistaraliði KR og skilaði af sér 28 stigum og 9 fráköstum, aðeins frákasti frá fimmtándu tvennunni í vetur!
Tölurnar hjá Smith í 17 deildarleikjum:
Stjarnan 90-67 Fjölnir
Smith með 10 stig og 10 fráköst: Tvenna 1
Fjölnir 85-90 Grindavík
Smith með 23 stig og 4 fráköst: Engin tvenna
Keflavík 96-54 Fjölnir
Smith með 20 stig og 12 fráköst: Tvenna 2
Fjölnir 64-73 Njarðvík
Smith með 23 stig og 17 fráköst: Tvenna 3
Snæfell 110-79 Snæfell
Smith með 33 stig og 13 fráköst: Tvenna 4
Fjölnir 71-100 KR
Smith með 24 stig og 11 fráköst: Tvenna 5
FSu 77-98 Fjölnir
Tölfræði leiksins vantar/fyrsti sigurleikur Fjölnis á tímabilinu
Smith með 21 stig og 13 fráköst skv. upplýsingum frá KKÍ
Tvenna: 6
Fjölnir 87-79 Hamar
Smith með 26 stig og 13 fráköst: Tvenna 7
ÍR 84-73 Fjölnir
Smith með 27 stig og 15 fráköst: Tvenna 8
Fjölnir 84-87 Breiðablik
Smith með 23 stig og 11 fráköst: Tvenna 9
Tindastóll 90-75 Fjölnir
Smith með 20 stig og 13 fráköst: Tvenna 10
Fjölnir 80-100 Stjarnan
Smith með 25 stig og 14 fráköst: Tvenna 11
Grindavík 109-111 Fjölnir
Fyrsti 100 leikur Fjölnis á tímabilinu
Smith með 21 stig og 8 fráköst: Engin tvenna
Fjölnir 84-103 Keflavík
Smith með 27 stig og 16 fráköst: Tvenna 12
Njarðvík 70-77 Fjölnir
Smith með 18 stig og 11 fráköst: Tvenna 13
Fjölnir 69-64 Snæfell
Smith með Smith með 25 stig og 19 fráköst: Tvenna 14
KR 80-75 Fjölnir
Smith með 28 stig og 9 fráköst: Engin tvenna
Ljósmynd/ Ekki óalgeng sjón, Smith í tvídekkun.
Jón Björn Ólafsson – [email protected]



