spot_img
HomeFréttirTvenna Isabellu ekki nóg gegn Sturt Sabres

Tvenna Isabellu ekki nóg gegn Sturt Sabres

Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers máttu þola tap fyrir Sturt Sabres í áströlsku NBL1 deildinni, 70-78.

South Adelaide eru eftir leikinn í 4. sæti miðdeildarinnar með 12 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Staða deildarinnar

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Isabella 16 stigum, 11 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Leikur dagsins var sá næst síðasti fyrir úrslitakeppni hjá South Adelaide, en þann 6. ágúst mæta þær Woodville Warriors í lokaumferð deildarkeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -