Þór Akureyri hefur samið við þá Finnboga Benónýsson og Jökul Ólafsson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið félagaskiptin á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Báðir fara þeir til Akureyrar úr Keflavík, en Fibbogi er 19 ára 200 cm framherji og Jökull 16 ára 188 cm bakvörður. Báðir voru þeir með meistaraflokki Keflavíkur á síðustu leiktíð, en tækifæri þeirra af skornum skammti. Finnbogi kom við sögu í 14 leikjum í Bónus deildinni á síðustu leiktíð á meðan Jökull kom við sögu í 2 leikjum í deildinni.