spot_img
HomeFréttirTveir þjálfarar og einn leikmaður í bann

Tveir þjálfarar og einn leikmaður í bann

22:28

{mosimage}

(Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis verður í banni gegn KR)

 

Aganefnd KKÍ dæmdi á þriðjudag 2 þjálfara og 1 leikmann í leikbönn. Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis fékk einn leik í bann fyrir brottrekstur í leik Fjölnis gegn Keflavík og verður því í banni þegar Fjölnir mætir KR í Iceland Express deild karla þann 2. febrúar.

 

Andri Þór Kristinsson var rekinn út í leik Hamars og ÍS í Iceland Express deild kvenna og fékk einn leik í bann og verður því í banni þegar Hamar heimsækir Keflavík í undanúrslitum Lýsingarbikarsins á mánudag.

Þá var Björgvin Ottósson leikmaður Breiðabliks b rekinn út í leik Breiðabliks b og Glóa í 2. deild karla og hann fékk einni eins leiks bann og verður því ekki með þegar Breiðablik b tekur á móti toppliði Njarðvíkur b í 2. deild karla A1.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -