spot_img
HomeFréttirTveir sigrar í jafn mörgum leikjum gegn Finnlandi

Tveir sigrar í jafn mörgum leikjum gegn Finnlandi

Undir 15 ára lið Íslands hófu leik á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi í dag.

Fyrstu leikir beggja liða voru gegn Finnlandi og unnust þeir báðir. Drengirnir lögðu Finnland með minnsta mun mögulegum, 78-79. Í þeim leik var Atli Haraldsson stigahæstur með 25 stig. Honum næstir voru Davíð Antonsson með 20 stig og Baltasar Hlynsson með 14 stig.

Tölfræði leiks

Stúlkurnar unnu öllu stærri sigur gegn Finnlandi, 54-76. Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Berglind Hlynsdóttir með 30 stig og við það bætti Eva Óladóttir 13 stigum og Elva Ragnarsdóttir 7 stigum.

Tölfræði leiks

Næstu leikir liðanna eru á morgun þriðjudag 5. ágúst, en þá mæta bæði lið liðum Þýskalands.

Heiðrún, Berglind og Eva Ingibjörg eftir leik
Fréttir
- Auglýsing -