Tveir oddaleikir fara fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld.
Í þeim fyrri tekur Stjarnan á móti Grindavík í MGH í Garðabæ kl. 18:15, en Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik með þriggja stiga sigri á heimavelli síðasta þriðjudag.
Í seinni leik kvöldsins mætast Valur og KR í Origo höllinni kl. 20:15. Eftir að KR komst í 2-1 forystu í einvíginu á heimavelli Vals í þarsíðasta leik jafnaði Valur stöðuna 2-2 á Meistaravöllum nú á miðvikudaginn, en allir leikir seríunnar hafa unnist á útivelli.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Stjarnan Grindavík – kl. 18:15
Einvígið er jafnt 2-2
Valur KR – kl. 20:15
Einvígið er jafnt 2-2



