spot_img
HomeFréttirTveir nýliðar í karlalandsliðinu fyrir leikina í Ungverjalandi

Tveir nýliðar í karlalandsliðinu fyrir leikina í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið heldur í dag til Kecskemét í Ungverjalandi þar sem það mun mæta heimamönnum og Ísrael í æfingaleikjum fyrir undankeppni Ólympíuleika sem á dagskrá er í ágúst.

Dagskráin:
29. júlí: 16.00 (ísl tími):   ISR-ISL
30. júlí: 15.00 (ísl tími):   HUN-ISL

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn af 19 manna æfingahópi liðsins mun leika í Ungverjalandi.

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir
Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 9
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 25
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 26
Orri Gunnarsson · Haukar · Nýliði
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 11
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 60
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 28
Sigurður Pétursson · Breiðablik · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 9
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 58
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 22
Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 80

Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson verða hvíldir að þessu sinni fyrir mótið í ágúst og þá er Kári Jónsson meiddur og óvíst með hans þátttöku meira í sumar.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -