spot_img
HomeFréttirTveir nýir leikmenn til liðs við Vestra

Tveir nýir leikmenn til liðs við Vestra

Nýverið gengu tveir nýir leikmenn til liðs við Vestra. Þetta eru þeir Hörður Helgi Hreiðarsson og Þór Kristjánsson. Heimasíða Vestra greinir frá.

Í fréttinni á síðu Vestra segir einnig:

Eins og glöggir áhangendur Vestra hafa vafalaust tekið eftir lék Hörður Helgi Hreiðarsson með liðinu á útivelli gegn FSu á dögunum og skoraði 12 stig. Hörður Helgi kemur frá KV en hann lék með félaginu í 2. deild á síðasta tímabili. Hörður Helgi á að baki langan feril í úrvalsdeild og 1. deild með Val, Skallagrími og KR en með þeim síðastnefndu vann hann tvo titla tímabilið 2014-2015. Hörður Helgi er búsettur í Reykjavík en mun leika með Vestra eftir föngu.

Þá gekk Þór Kristjánsson einnig til liðs við Vestra á dögunum. Þór lék með KR í yngri flokkum en lék einnig með Lake Travis skólanum í Bandaríkjunum. Þór er sjómaður í Bolungarvík og mun æfa og keppa með liðinu eftir föngum.

Mynd úr safni/ Hörður Helgi Hreiðarsson er kominn til liðs við Vestra.

Fréttir
- Auglýsing -