09:17
{mosimage}
(Alexandar og Daniel)
Í gær fengu atvinnuleyfi tveir leikmenn sem KFÍ er að fá frá Makedóníu fyrir næstu leiktíð. Þeir heita Alexandar Davitkof og Daniel Kalov og eru leikmenn sem Borce, þjálfari KFÍ, hefur þjálfað í Makedóníu og því þekkir hann vel til þeirra beggja.
Alex er 25 ára, 197 cm framherji sem meðal annars hefur spilað með BC Pirates Stip og BC Astibo. Daniel er 19 ára, 203 cm bakvörður sem hefur spilað með BC Stipion og BC Stip. Þeir hafa báðir leikið með unglingalandsliðum Makedóníu og eru væntanlegir til Ísafjarðar um miðjan ágúst.