spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTveir leikmenn sektaðir

Tveir leikmenn sektaðir

Tveir leikmenn fyrstu deildar karla voru á dögunum sektaðir af Aga- og úrskurðanefnd KKÍ.

Úrskurði nefndarinnar má lesa hér fyrir neðan, en það voru þeir William Thompson leikmaður Fjölnis og Smári Jónsson leikmaður Þórs Akureyri sem voru hvor um sig sektaðir um 15.000 kr. fyrir háttsemi sína í deildarleikjum.

Agamál 22/2025-2026

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, William Thompson, leikmaður Fjölnis, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn Fjölni, sem fram fór þann 30 nóvember 2025.

Agamál 23/2025-2026

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Smári Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Hamars gegn Þórs Akureyri, sem fram fór þann 4 desember 2025.

Fréttir
- Auglýsing -