spot_img
HomeFréttirTveir leikmenn FSu á leið út í nám

Tveir leikmenn FSu á leið út í nám

Tveir leikmenn FSu hafa komist að samkomulagi við skóla í Bandaríkjunum um að spila þar næstkomandi vetur. Leikmennirnir eru Erlendur Stefánsson og Fraser Malcolm en þeir munu báðir spila með liði Black Hills State sem spilar í 2.deild NCAA háskólaboltans þar ytra. www.fsukarfa.is greinir frá.
 
Í fréttinni á heimasíðu FSu segir einnig:
 
Erlendur Stefánsson hefur verið hjá FSu í tvö ár og hefur vaxið gríðarlega á þessum tíma. Hann er lykilleikmaður hjá 1.deildar liði FSu og einnig í unglingaflokki karla. Hann hefur verið í byrjunarliði liðsins í 1.deild karla í öllum leikjum tímabilsins.
 
Fraser Malcolm kom til félagsins frá Skotlandi síðastliðið haust og er 18 ára gamall. Fraser spilar ekki mikið með karlaliðinu vegna reglugerðar um útlendinga í meistarflokkum í íslandsmótinu. Hann hefur hins vegar farið á kostum með u20 ára liði FSu og u18 ára liðinu.
 
Aðalþjálfari Black Hills State er Jeff Trumbauer sem kom til Íslands sumarið 2013 og stýrði körfuknattleiksbúðum FSu það árið og þar hitti hann Erlend Stefánsson í fyrsta skipti. Það er gríðarlega ánægjulegt að körfuknattleiksbúðirnar skuli hafa skilað leikmanni til náms í Bandaríkjunum.
 
 
Mynd/ [email protected] – Erlendur í leik með FSu gegn Breiðablik.
 
Fréttir
- Auglýsing -