spot_img
HomeFréttirTveir leikir í Vodafonehöllinni

Tveir leikir í Vodafonehöllinni

13:16

{mosimage}

 

(Petrúnella og Grindvíkingar mæta í Vodafonehöllina í kvöld) 

 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur tekur á móti Grindavík í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda kl. 18:00. Nóg verður um að vera í Vodafonehöllinni í kvöld þar sem strax að loknum kvennaleik mætast Valur og Breiðablik í 1. deild karla. Sá leikur hefst kl. 20:00.

 

Iceland Express deild kvenna hefur skiptst nokkuð skýrt í tvo hluta. Fjögur lið eru á sömu miðum og munar ekki nema sex stigum á liðinu í fysta og fjórða sæti en Valur situr í fimmta sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex tapleiki og einn sigurleik sem kom gegn Fjölni, öðru botnliði, þann 11. nóvember síðastliðinn.

 

Fjölnir, Valur og Hamar eru jöfn á botninum öll með tvö stig en Grindavík hefur 10 stig í 4. sætinu svo það verður á brattann að sækja hjá Val í kvöld.

 

Breiðablik er eina liðið í 1. deild karla sem er ósigrað og situr á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sex sigurleiki. Valsmenn hafa 8 stig eftir fjóra sigra og tvo tapleiki. Bæði lið höfðu nokkuð góða sigra í síðustu umferð þar sem Blikar lögðu FSu og Valur skellti nýliðum Þróttar. 

Það verður því nóg um að vera í Vodafonehöllinni í kvöld og um að gera að skella sér á báða leikina. Þá verður leikið í bikarkeppni yngri flokka í dag og í riðlakeppni drengjaflokks. 

Í drengjaflokki mætast Stjarnan og UMFN í Ásgarði kl. 20:30 í A-riðli drengjaflokks en í bikarkeppninni mætast Keflavík og Breiðablik í drengjaflokki kl. 20:00 í Sláturhúsinu. Grindavík tekur á móti UMFH í 10. flokki karla í bikarnum og hefst leikurinn kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík. Í Seljaskóla mætast svo Reykjavíkurrisarnir ÍR og Valur kl. 19:30 í bikarkeppni 10. flokks karla.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -