spot_img
HomeFréttirTveir leikir í IE-deild kvenna í kvöld

Tveir leikir í IE-deild kvenna í kvöld

09:18
{mosimage}
(Sigrún Ámundadóttir hefur verið að leika ágætlega fyrir KR í vetur)

Tveir leikir fara fram í Iceland Expressdeild kvenna í kvöld. Annars vegar mætast Fjölnir og KR í Grafarvoginum og hins vegar mætast Keflavík og Grindavík í Keflavík. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.


Fjölnir getur með sigri krækt sér í sín fyrstu stig en þær eru í 6. sæti deildarinnar. KR náði hins vegar að krækja sér í sín fyrstu stig þegar liðið sigraði Hamar í síðustu umferð og er í fjórða sæti á eftir Haukum, Grindavík og Keflavík.

Grindavík getur með sigri á grönnum sínum potað sér á toppinn við hlið Hauka en þær eru með 6 stig í öðru sæti. Keflvík getur aðeins náð öðru sætinu með sigri en þær eiga leik til góða á bæði Hauka og Grindavík.

Einn leikur fer svo fram í A- riðli Drengjaflokks þegar Skallagrímur mætir Njarðvík í Njarðvík.

Mynd: Stefán Þór Borgþórsson

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -