Tveir leikir fara fram í Domino´s deild karla í kvöld. Valsmenn taka á móti Snæfell kl. 18:00 í Vodafonehöllinni og kl. 19:15 mætast Skallagrímur og Þór Þorlákshöfn. Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar Hamar tekur á móti Breiðablik kl. 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði.
Þá er leikið í bikarkeppninni í yngri flokkum kvenna. Keflavík tekur á móti Breiðablik í stúlknaflokki kl. 19:30 og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn kl. 19:30 í 9. flokki kvenna.
Mynd/ [email protected] – Oddur Ólafsson og Valsmenn taka á móti Snæfell í Vodafonehöllinni kl. 18:00 í dag.



