Icelandic Glacial mótið í Þorlákshöfn heldur áfram í dag með tveimur leikjum.
Í fyrri leik dagsins mætast KR og Breiðablik kl. 14:00. Í þeim seinni eigast svo við heimamenn í Þór og Valur kl. 16:15.
Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu, en upplýsingar um hvar þeir verði aðgengilegir ætti að finna á FB síðu heimamanna fyrir leik.