Icelandic Glacial mótið rúllar áfram í Þorlákshöfn í dag með tveimur leikjum.
Í fyrstu tveimur leikjum mótsins síðastliðinn fimmtudag vann Njarðvík heimamenn í Þór og Breiðablik bar sigurorð af Íslandsmeisturum Vals.
Í dag kl. 14:00 mætast Njarðvík og Valur áður en að kl. 16:00 eigast við Þór og Breiðablik.
Lifandi tölfræði verður frá leikjunum inni á tölfræðiveitu KKÍ.