spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTveir fyrrum Valsarar mætast í Meistaradeildinni á morgun

Tveir fyrrum Valsarar mætast í Meistaradeildinni á morgun

Forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram þessa dagana víðsvegar um Evrópu þar sem að einn riðillinn er spilaður í Serbíu. Það er að sjálfsögðu ekki frá sögu færandi nema fyrir þær sakir að á morgun fer fram leikur þar sem tveir fyrrum Valsarar mætast er Swans Gmunden frá Austurríki og Bakken Bears frá Danmörku eigast við.

Fyrir Gmunden leikur bandaríski framherjinn Urald King. Urald lék á Íslandi fyrir Val tímabilið 2017-18 og svo með Tindastól 2018-19, þá lék hann einnig 10 leiki fyrir Stjörnuna tímabilið 2019-20, en hann skoraði sigurkörfuna í gær er liðið sló út eistneska liðið Parnu Sadam.

Hjá stórliði Bakken Bears er svo íslenskur þjálfari í liðsstjórastöðunni, fyrrum Valsarinn Sveinn Pálmar Einarsson.

Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfu Urald King frá því í gær.

Fréttir
- Auglýsing -