spot_img
HomeFréttirTveir frídagar í röð hjá u18 kvenna í Búlgaríu

Tveir frídagar í röð hjá u18 kvenna í Búlgaríu

Í gær notuðu u18 stelpurnar frídaginn í sofa út og hvíla sig eftir þrjá leiki á jafn mörgum dögum. Þær voru mættar í morgunmat kl 10 og að honum loknum tóku þær góðan göngutúr og gerðu sig svo klára í æfingu sem var kl 15:00. Eftir æfingu fengu þær frjálsan tíma sem þær nýttu í að kíkja í verslunarleiðangur sem endaði svo á Mc Donalds í boði Benna Gumm fyrir að vera búnar að tryggja sig í 8 liða úrslitin. Tóku svo gott chill upp á hótel fyrir svefinn.  

Þær vöknuðu aðeins fyrr í morgun og fóru í morgunmat því æfingin var 11:30. Að æfingu lokinni var hádegismatur og frjáls tími eftir það sem var nýttur í að skella sér í sund og slaka á. Það var kærkomið að láta þreytuna líða úr skrokknum. Ferðinni var svo heitið upp á hótel þar sem þær fengu smá tíma til að hafa sig til áður en allur hópurinn fór saman út að borða ásamt stuðningsmannasveit Íslands sem er stödd hérna í Búlgaríu.

Farkostur liðsins var heldur betur ekki af slakari endanum. Þær voru sóttar af þessari glæsilega limmósínu sem tók þær góðan rúnt um borgina áður en þeim var keyrt á veitingastað kvöldsins. Þær voru svo sóttar að máltíðinni lokinni af sömu glæsi rennireið og skutlað upp á hótel.

Stelpurnar fengu afmælissönginn fyrir þjálfarann

Núna hefst undirbúningur fyrir úrslitaleikinn í riðlinum gegn sterku liði Króatíu. Leikurinn er á morgun miðvikudag kl 13:00 á búlgörskum tíma (10:00 á íslenskum tíma). Vonum að sem flestir fylgist með stelpunum og sendi þeim góða strauma í baráttunni.

Áfram Ísland !!!  

Umfjöllun / Hákon Hjartarson

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -