spot_img
HomeFréttirTveir efnilegustu körfuboltamenn heims mættust í gær

Tveir efnilegustu körfuboltamenn heims mættust í gær

Það var ekki eins og lið sem eru í fjórða og fimmta sæti styrkleikalista háskólaboltans væru að mætast í gærkvöldi. Hér voru að mætast tveir af efnilegustu körfuboltaleikmönnum heims í dag. Forsvarsmenn NBA liðana voru með augun límd við þennan leik og þá sérstaklega þau lið sem við er búist að verði neðst í deildinni í vor. Þetta eru leikmennirnir sem þessi lið eru að girnast fyrir næsta nýliðaval á komandi sumri – Andrew Wiggins og Jabari Parker.
 
Wiggins fór brösulega af stað, hitti illa en mótherji hans í Duke var skilvirkur í sinni framkvæmd og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik.  Parker setti 27 stig með 9/18 skotnýtingu en þar af voru 4/7 í þristum að viðbættum 9 fráköstum. Álit manna er að það sé í raun fáránlegt hvað hann er öruggur fyrir utan þriggja stiga línuna – af leikmanni á fyrsta ári í háskólabolta. Í því samhengi hefur honum verið líkt við Kevin Durant þegar hann var hjá Texas háskólanum.
 
Wiggins endaði með 22 stig með fína nýtingu eða 9/15 að viðbættum 8 fráköstum og sigri í leiknum sem fór 94-83 Kansas í vil.
 
Í gær mættust einnig lið nr. 1 og 2 á styrkleikalistanum, Kentucky og Michigan State. Þeim leik lyktaði með 74-78 sigri Michigan State. Julius Randle, annar leikmaður sem NBA lið fylgjast grannt með, skoraði 27 stig í þeim leik.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -