spot_img
HomeFréttirTveir dagar og sex klukkustundir til stefnu!

Tveir dagar og sex klukkustundir til stefnu!

 
Heimsmeistaramótið í körfuknattleik hefst á laugardag eða nánar tiltekið eftir tvo daga og sex klukkustundir. Undanfarna daga hafa fjöldi æfingaleikja og æfingamóta farið fram og sitt hvað gengið á. Nýjustu tíðindin eru þau að Rajon Rondo mun ekki leika með Bandaríkjamönnum í Tyrklandi.
Rondo dró sig út úr hópnum og gaf forráðamönnum bandaríska liðsins þær skýringar að hann þyrfti að sinna fjölskyldumálum heima í Bandaríkjunum áður en leiktíðin í NBA deildinni myndi hefjast. Þessa ákvörðun tilkynnti hann skömmu eftir lendingu liðsins í Grikklandi! Við brotthvarf Rondo er ljóst að Chaunsey Billups og Derrick Rose munu skila flestum mínútum í stöðu leikstjórnanda.
 
Serbar klipptu svo á dugnaðarforkinn Dragan Milosavljevic og sagði þjálfari liðsins, Dusan Ivkovic, að Dragan yrði næsta víst framtíðarlandsliðsmaður þegar hann væri kominn með meiri reynslu.
 
Fyrstu tveir leikirnir á laugardag eru svo viðureignir Kínverja og Grikkja annarsvegar og hinsvegar Nýsjálendinga og Litháa.
 
Við minnum á að hægt verður að sjá alla leikina í beinni útsendingu hjá FIBA TV gegn gjaldi sem er 30 Evrur eða um 4600 kr. (Biðjumst velvirðingar á villu sem birtist í frétt um daginn þar sem tekið var fram að gjaldið væri aðeins rúmar 3000 kr. en rétt verð er eins og segir, 4600 kr.)
 
Ljósmynd/ www.fiba.com – Rajon Rondo verður ekki með Bandaríkjamönnum á HM.
 
Fréttir
- Auglýsing -