spot_img
HomeFréttirTveimur leikjum frestað vegna veðurs

Tveimur leikjum frestað vegna veðurs

18:05

{mosimage}

(Gunnlaugur þjálfari Á/Þ í baráttunni) 

Ákveðið hefur verið að fresta tveimur leikjum sem fara áttu fram í kvöld vegna slæms veðurs. Um er að ræða leik ÍA og Leiknis í 2.deild karla en hann hefur verið settur á fimmtudaginn 6. desember klukkan 19:30. Einnig hefur bikarleik KR og Skallagríms í 10.fl. kvenna verið frestað um óákveðinn tíma. 

Aðrir leikir kvöldsins hér heima eru: 

Ármann/Þróttur tekur á móti Haukum í 1. deild karla kl. 20:30 í Laugardalshöll. 

Fjölnir – Fjölnir B í bikarkeppni í 11. flokki karla. Leikurinn hefst kl. 21:00 í Rimaskóla. 

UMFN og Haukar mætast í bikarkeppninni í 9. flokki karla kl. 19:30 í Njarðvík. 

UMFG og Keflavík mætast í bikarkeppninni í 9. flokki kvenna kl. 20:00 í Grindavík. 

Breiðablik B tekur á móti Hamri í 10. flokki karla í Smáranum í bikarkeppninni kl. 18:30.  

KR tekur á móti Skallagrím bikarkeppni karla í 10. flokki í DHL-Höllinni í Vesturbænum kl. 20.00.

 www.kki.is

Mynd: Emil Örn

Fréttir
- Auglýsing -