spot_img
HomeFréttirTveimur leikjum frestað í Dominos deild karla

Tveimur leikjum frestað í Dominos deild karla

KKÍ hefur frestað tveimur leikjum vegna færðar í Domino’s deild karla í dag.

Þetta eru leikirnir Þór Ak.-KR og Höttur-Tindastóll. Leikjunum er frestað vegna lokunar á Öxnadalsheiði, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá er ekki vitað hvenær heiðin opnar þar sem enn er snjóflóðahætta á heiðinni sjálfri.

Leikirnir hafa verið settir á mánudaginn 25. janúar 2021, Höttur-Tindastóll kl. 18:30 og Þór Ak.-KR kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -