spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTveggja stiga tap í framlengdum leik

Tveggja stiga tap í framlengdum leik

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Burgos máttu þola tap gegn Manresa í ACB deildinni á Spáni, 100-102.

Jón Axel hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum, en í tæpum 18 mínútum spiluðum skilaði hann fjórum fráköstum, tveimur stoðsendingum og stolnum bolta.

Eftir leikinn eru Burgos í 17.-18. sæti deildarinnar með einn sigur í fyrstu ellefu leikjum sínum í deildinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -