Íslenska karlalandsliðið tapaði í dag sínum öðrum leik á Smáþjóðaleikunum eftir nauman 81-83 ósigur gegn Andorra. Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 24 stig og 6 fráköst.
Tryggvi Snær Hlinason bætti við tvennu með 12 stig og 10 fráköst. Liðið hefur nú leikið þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur og mætir svo Lúxemborg á morgun.
Mynd/ KKÍ – Jón Axel Guðmundsson gerði 24 stig gegn Andorra í dag.