spot_img
HomeFréttirTutus verður ekki með KR

Tutus verður ekki með KR

{mosimage}

Serbinn Nikola Tutus sem samdi við KR í vor leikur ekki með liðinu í vetur eins og stóð til. Til stóð að Tutus kæmi um miðjan ágúst en vegna breyttra vinnureglna hjá Vinnumálastofnum var honum synjað um atvinnuleyfi. Þetta er mikið áfall fyrir KR-inga þar sem mikil tilhlökkun var að fá þennan unga strák sem Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, fann úti í Serbíu í apríl.  

Það er ljóst að nýjar vinnureglur hjá Vinnumálastofnum muni breyta landslaginu fyrir íþróttahreyfinguna, sérstaklega körfuknattleiksdeildir sem leita mikið til landa utan EES eins og fyrrum ríki Júgóslavíu þar sem þau lönd hafa framleitt marga góða íþróttamenn í gegnum tíðina.  

"Það er áfall að fá þetta í andlitið á þessum tímapunkti," sagði Benedikt þegar heimasíða KR heyrði í honum vegna málsins. "Ljósið í myrkvinu er þó það að núna eru útsölurnar byrjaðar á leikmannamarkaðinum erlendis."

 

Frétt af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -