Grindvíkinga lögðu nýliða Ármanns í HS orku höllinni í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla, 105-85.
Grindavík er sem áður í efsta sæti deildarinnar með níu sigra og aðeins eitt tap á meðan Ármann er á hinum enda töflunnar með einn sigur og níu töp það sem af er deildarkeppni.
Leikur kvöldsins var nokkuð jafn framan af og leiddi Ármann með einu stigi eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu þó tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiks og eru 13 stigum yfir í hálfleik.
Ármenningar gera vel að missa heimamenn ekki alveg frá sér í upphafi seinni hálfleiksins. Eru þó enn 11 stigum fyrir lokaleikhlutann. Í honum náði Ármann ágætu áhlaupi og hótuðu þeir að gera þetta að leik á lokamínútunum. Allt kom þó fyrir ekki og var sigur Grindavíkur að lokum nokkuð öruggur, 105-85.
Stigahæstir fyrir Grindavík í leiknum voru Khalil Shabazz með 25 stig og Jordan Semple með 18 stig.
Fyrir Ármann var stigahæstur Bragi Guðmundsson með 25 stig og Lagio Grantsaan bætti við 22 stigum.
Grindavík: Khalil Shabazz 25/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Semple 20/6 fráköst, Deandre Donte Kane 18/9 fráköst, Arnór Tristan Helgason 14, Daniel Mortensen 14/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5/5 fráköst, Isaiah Coddon 4, Unnsteinn Rúnar Kárason 3, Ólafur Ólafsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Ármann: Bragi Guðmundsson 25/7 fráköst, Lagio Grantsaan 22/8 fráköst, Marek Dolezaj 19, Daniel Love 6, Kári Kaldal 6, Vonterius Montreal Woolbright 4/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 3, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0.



