spot_img
HomeFréttirTurgeon ráðinn nýr þjálfari hjá Maryland

Turgeon ráðinn nýr þjálfari hjá Maryland

 
Mark Turgeon hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá Maryland háskólanum í Bandaríkjunum þar sem Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson er við nám. Haukur Helgi vann sig fljótt upp virðingarstigann hjá Gary Williams sem nýverið sagði skilið við þjálfarastól skólans.
Turgeon er enginn aukvisi í bransanum og þjálfaði Texas A&M og hefur tvö síðustu tímabil verið útnefndur þjálfari ársins í Big 12 riðli bandarísku háskóladeildarinnar. Fjögur tímabil í röð kom Turgeon Texas skólanum í úrslitakeppni NCAA deildarinnar, vann 97 leiki og tapaði 40.
 
Turgeon er 46 ára gamall og tekur við Gary Williams sem var í þjálfarastól skólans síðastliðin 22 ár! Þjálfaraferill Turgeon í háskólaboltanum hófst árið 1999 þegar hann tók við Jacksonville State, þá hefur hann m.a. verið aðstoðarþjálfari hjá Larry Brown í NBA deildinni tímabilið 1997-1998 þegar Brown stýrði Philadelphia 76ers. Nú síðast var hann hjá Texas A&M áður en hann kom til Maryland.
 
Fréttir
- Auglýsing -