spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi stigahæstur sinna manna í spennuleik gegn Tenerife - Var haldið á...

Tryggvi stigahæstur sinna manna í spennuleik gegn Tenerife – Var haldið á bekknum í framlengingu

Tímabil landsliðsmiðherjans Tryggva Snær Hlinasonar og félaga hans í ACB liði Zaragoza fór af stað í kvöld þegar þeir lutu í grasi fyrir Tenerife, 91-86. Var leikurinn sá fyrsti sem liðið lék á þessu tímabili í deildinni.

Nokkur spenna var í leiknum þar sem að allt var jafnt, 77-77, eftir venjulegan leiktíma. Tenerife sýndu svo klærnar í framlengingunni og sigruðu.

Fyrir utan tapið byrjar Tryggvi tímabilið vel, en í kvöld skilaði hann 16 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum á 23 mínútum spiluðum. Þrátt fyrir að vera stigahæstur í liði Zaragoza, kom hann ekki við í framlengingunni.

Fréttir
- Auglýsing -