Ísland tapaði nokkuð örugglega fyrir Lithén, 62-84, í síðasta æfingaleik sínum fyrir lokamót EuroBasket sem hefst í næstu viku.
Leikurinn í dag aldrei neitt sérstaklega spennandi, þar sem heimamenn í Litháen leiddu mest með 27 stigum í fyrri hálfleiknum. Ísland átti í mestum vandræðum með þá fyrir utan, en í fyrri hálfleiknum setti Litháen átta af tólf skota sinna úr djúpinu. Hálfleikurinn endaði 27-52 heimamönnum í vil.
Seinni hálfleikinn byrjaði Ísland mun betur. Náðu að skera forskot heimamanna niður í 16 stig fyrir lokaleikhlutann, 50-66. Í honum gerði Litháen svo það sem þurfti og fór að lokum með 22 stiga sigur af hólmi.
Íslenska liðið án tveggja sterkra leikmanna í leik dagsins, þar sem að bæði Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson sátu á tréverkinu allan leikinn.
Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Tryggvi Snær Hlinason með 19 stig, 7 fráköst og 2 varin skot á 31 mínútum spiluðum.
Nokkrar myndir úr leiknum: