spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi stigahæstur er Bilbao tryggði sér efsta sætið riðilsins í Fiba Europe...

Tryggvi stigahæstur er Bilbao tryggði sér efsta sætið riðilsins í Fiba Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Balkan Botevgrad í kvöld í lokaleik sínum í annarri umferð FIBA Europe Cup, 90-63.

Tryggvi lék 18 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti, en hann var stigahæstur í liði Bilbao í leiknum.

Með sigrinum tryggði Bilbao sér efsta sæti K riðils keppninnar með fimm sigrum og aðeins einu tapi. Næst mun liðið því leika í 8 liða úrslitum keppninnar, gegn liðinu sem endar í öðru sæti L riðils. Ekki er ljóst hver sá mótherji verður, en líklegt er að það verði Legia Warszawa eða Sporting.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -