spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær tapaði fyrir sínum gömlu félögum með einu stigi

Tryggvi Snær tapaði fyrir sínum gömlu félögum með einu stigi

Tryggvi Snær Hlinason mátti þola tap gegn sínum gömlu félögum er Obradoiro lögðu Zaragoza í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 78-79, en Tryggvi var á mála hjá liðinu á láni frá Valencia tímabilið 2018-19.

Eftir leikinn er Zaragoza í 14. sæti deildarinnar með sjö sigra og fjórtán töp það sem af er tímabili. Þar er liðið nokkuð langt frá úrslitakeppni, sem og eru þeir þremur sigrum fyrir ofan Manresa sem eru í fyrra fallsæti deildarinnar.

Tryggvi hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum en skilaði 4 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti á tæpum 13 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -