Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao lögðu Brno í Tékklandi í kvöld í FIBA Europe Cup, 51-105.
Tryggvi lék tæpar 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 17 stigum, 9 fráköstum, 2 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og 4 vörðum skotum, en hann var framlagshæsti leikmaður vallarins í leiknum með 33 framlagspunkta.
Leikurinn var sá annar sem liðið leikur í riðlakeppni keppninnar, en þeir hafa nú unnið einn leik og tapað einum.



