spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær samdi við Þór

Tryggvi Snær samdi við Þór

Í dag undirritaði körfuknattleiksdeild Þórs þriggja ára samning við einn efnilegasta körfuboltamann landsins Tryggva Snæ Hlinason. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft körfubolta í eitt ár hefur Tryggvi vakið verðskuldaða athygli og ekki síst fyrir hæð sína og hreyfanleika en hann mælist nú 216cm í skóm. www.thorsport.is greinir frá.
 
 
Að sögn Ágústar H. Guðmundssonar sem haft hefur veg og vanda að fyrstu skrefum Tryggva á körfuboltabrautinni, er mikilvægt að tekin verði rétt skref í þjálfun og uppbyggingu á svo efnilegum íþróttamanni sem Tryggvi er. Nú þegar hefur samvinna Þórs og KKÍ verið sett í skipulagðan farveg varðandi þjálfun miðherjans unga og stefnir í að Tryggvi muni leika sína fyrstu unglingalandsleiki í sumar og því dvelja langtímum saman undir handleiðslu Einars Árna Jóhannssonar landsliðsþjálfara.
 
Með undirritun þessa samnings ætla Þórsarar að leggja enn meiri slagkraft í meistaraflokksstarfið og stefna ótrauðir á úrvalsdeildarsæti að ári liðnu. Unglingastarf Þórs hefur undanfarin ár verið í miklum blóma þar sem yngri lið félagsins eru m.a. í fremstu röð og styttist því í að margir efnilegir leikmenn komist á meistaraflokksaldur.
 
www.thorsport.is
  
Fréttir
- Auglýsing -