spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Zaragoza óheppnir gegn Spánarmeisturum Baskonia

Tryggvi Snær og Zaragoza óheppnir gegn Spánarmeisturum Baskonia

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza töpuðu í dag fyrir Spánarmeisturum Baskonia í ACB deildinni, 89-92. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn í járnum mest megnis og fengu Zaragoza góð tækifæri undir lokin til þess að vinna leikinn. Allt kom þó fyrir ekki. Zaragoza eftir leikinn í 16. sæti deildarinnar með sjóra sigurleiki og tólf töp það sem af er tímabili.

Tryggvi Snær lék tæpar 18 mínútur í leiknum, skilaði á þeim 2 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Zaragoza í deildinni er gegn Real Betis þann 2. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -