spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Zaragoza lögðu Granada örugglega

Tryggvi Snær og Zaragoza lögðu Granada örugglega

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Granada í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 73-57.

Eftir leikinn er Zaragoza í 14.-15. sæti deildarinnar með þrjá sigra og átta töp líkt og Fuenlabrada.

Á rúmum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 4 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu, en liðið var +25 þær mínútur sem hann spilaði í leiknum.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er þann 18. desember gegn Girona.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -